WOW-vélar nýtast Air Canada vel

Ein af Airbus A321 vélum WOW air.
Ein af Airbus A321 vélum WOW air. Ljósmynd/WOW air

Airbus A321 flugvélarnar sem Air Canada fékk frá WOW air í janúar, nokkuð fyrr en áætlað hafði verið vegna fækkunar flugvéla hjá WOW air, munu nýtast félaginu við að viðhalda flugáætlun nú þegar Air Canada hefur þurft að kyrrsetja 24 Boeing 737 MAX8 vélar sem eru í flota félagsins. Air Canada ætlar að kyrrsetja vélarnar hið minnsta til 1. júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

WOW ákvað í desember að losa sig við vélarnar fjórar sem höfðu verið í kaupleigu frá árinu 2014 til Air Canada. Félagið losaði sig á svipuðum tíma við nokkrar aðrar flugvélar fyrirtækisins. Var vísað til endurskipulagningar á rekstri WOW air þar sem leggja átti áherslu á upphaflega lágfargjaldamódelið.

Í tilkynningu Air Canada kemur fram að Boeing 737 MAX8 vélar fyrirtækisins hafi staðið undir 6% af heildarfjölda fluga hjá félaginu, en að vegna afleiddra áhrifa hafi heildaráhrifin verið nokkuð meiri. Segir félagið að þegar sé búið að fylla upp í 98% af flugáætlun aprílmánaðar og að unnið sé að flugáætlun fyrir maímánuð. Hins vegar þurfi að gera ráðstafanir lengra inn í framtíðina þar sem félagið ætli ekki að taka 737 MAX vélarnar í notkun fyrr en í fyrsta lagi 1. júlí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir