Í sama hraðli og Airbnb

Stefanía Ólafsdóttir, ásamt teymi sínu í Avo sem hlaut inngöngu …
Stefanía Ólafsdóttir, ásamt teymi sínu í Avo sem hlaut inngöngu í Y-Combinator viðskiptahraðalinn.

Stefanía Ólafsdóttir er meðstofnandi og framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Avo sem fyrst íslenskra fyrirtækja var tekið inn í viðskiptahraðalinn Y-combinator, sem er sá elsti, og jafnan talinn sá öflugasti í heiminum.

Y-combinator lagði félaginu til 150 þúsund dali í hlutafé en áður hafði fyrirtækið tryggt sér 1,2 millljónir dala í fjármögnun frá Brunni og Investa. Hraðallinn hefur þegar ungað út fyrirtækjum á borð við Airbnb, Dropbox, Reddit og Twitch TV.

Auk þess að búa yfir miklu tengslaneti færustu sérfræðinga heims er Y-combinator sá fjárfestingasjóður sem er með eitt hæsta hlutfall einhyrningsfjárfestinga í heiminum, en þá er um að ræða nýsköpunarfyrirtæki sem metin eru á meira en milljarð Bandaríkjadala.

Avo er notendavænt vefapp fyrir gagnasérfæðinga, vörustjóra og forritara sem vinnur að því að skilgreina hvaða gagnaöflun þarf að eiga sér stað fyrir hverja vöruuppfærslu. Auk þess er Avo forritaratól sem býr til kóða sem tryggir að gögnin séu rétt áður en þau eru send í gagnagrunn.

„Avo verður infrastrúktúrinn sem fyrirtæki í heiminum reiða sig á til að tryggja skilvirka og áreiðanlega gagnaöflun,“ segir Stefanía við ViðskiptaMoggann og bindur vonir við það að fyrirtækið verði að risafyrirtæki.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK