Tekjur á hvern spilara aukist um 50%

Stefán Þór Björnsson og Stefán Gunnarsson, stofnendur og stjórnendur Solid …
Stefán Þór Björnsson og Stefán Gunnarsson, stofnendur og stjórnendur Solid Clouds sem framleiðir leikinn Starborne. mbl.is/​Hari

Fyrirtækið Solid clouds sem vinnur að framleiðslu tölvuleiksins Starborne gaf nýlega út nýja útgáfu af leiknum, en það er fjórða svokallaða „alpha“ útgáfa leiksins. Stefnt er að því að færa sig yfir í „beta“ útgáfu í vetur, en það er næsta stig áður en fullkláraður leikur er gefinn út. Nú þegar spila mörg þúsund manns leikinn og er hefur meðalspilatími hækkað upp í nokkrar klukkustundir á dag.

Mörg þúsund spila samtímis

Stefán Þór Björnsson, annar af stofnendum fyrirtækisins og fjármálastjóri, segir í samtali við mbl.is að þróun leiksins sé í fullu gangi og að „beta“ útgáfan sé á dagskrá í vetur, þegar leikurinn hefur verið í „alpha“ fasa í um eitt ár. Í nóvember voru um fjögur þúsund spilarar sem tóku þátt í leiknum, en Stefán segir að þeim hafi fjölgað umtalsvert. Ekkert kostar að spila leikinn, en spil­ar­ar geta keypt sér ýmis hæg­indi inn­an leiks­ins sem auðveld­ar spil­un leiks­ins. Stefán segir þær tekjur hafa aukist um 50% á síðasta hálfa ári og séu nú um 10 dalir á mánuði á hvern spilara.

Star­borne er þrívíður herkænsku­leik­ur í geimn­um sem er spilaður í raun­tíma af þúsund­um spil­ara á risa­stóru stöðukorti. Til að lýsa leikn­um er lík­leg­ast best að hugsa sér tölvu­leik­inn vin­sæla Civilizati­on, nema hvað þúsund­ir eru að spila sam­an í stað eins eða ör­fárra. 

Félagið fékk nýverið 7 milljóna Horizon styrk, en það er þróunarstyrkur á vegum Evrópusambandsins og segir Stefán að með styrknum séu þeir í raun komnir í gegnum fyrsta hlið í tengslum við þessa þróunarstyrki og opni möguleika til að sækja um fasa tvö, þar sem styrkir eru allt að 2,5 milljónir evra, eða sem nemur rúmlega 350 milljónum króna.

Yfir 400 milljóna fjárfesting og umfjöllun í PC Gamer

Solid clouds hefur farið í gegnum fjóra fjármögnunarfasa frá því að félagið var stofnað árið 2013, en þróun leiksins hófst árið 2014. Hingað til hefur félagið safnað samtals 436 milljónum í fjárfestingu. Hefur leikurinn fengið talsverða athygli og fjallaði eitt stærsta og virtasta tölvuleikjatímarit heims, PC Gamer, í vikunni um leikinn. Þar er meðal annars bent á að reynslu Íslendinga af þróun geimleikja, en eins og þekkt er hefur Eve online verið þar í fararbroddi í meira en áratug. Kemur það því ekki á óvart að Sig­urður Arn­ljóts­son, fyrsti for­stjóri CCP, hafi komið að stofnun Solid clouds á sínum tíma.

Spila í 5 klst á dag

Stefán Þór segir að spilarar sýni leiknum meiri og meiri áhuga og hefur spilatími þeirra farið stigvaxandi. Segir hann meðalspilatíma manna nú vera 5 klukkustundir á dag, en hver leikur er í raun átta vikna rauntímaleikur þar sem fólk þarf að byggja sig upp, semja við aðra spilara sem eru nálægir og að lokum ná samstarfi milli samstarfshópa og byggja upp bandalag.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK