S&P 500 vísitalan nálgast nýtt met

Miklar hækkanir hafa verið á Wall Street það sem af ...
Miklar hækkanir hafa verið á Wall Street það sem af er degi. STAN HONDA

S&P 500 vísitalan er við það að ná hæstu hæðum á nýjan leik, en ekki munar nema 1% á stöðunni nú og 30. apríl þegar vísitalan náði núverandi meti, 2.945,83 stigum. Þegar þessi frétt er skrifuð stendur vísitalan í 2.917,75 stigum. Það sem af er júnímánuði hefur S&P 500 vísitalan hækkað um 6%, en hún hækkaði um 1% í dag.

Miklar hækkanir hafa verið á Wall Street í dag og svo virðist sem mikil jákvæðni ríki nú á meðal bandarískra fjárfesta. Að því er fram kemur í fréttamiðlum vestanhafs má rekja miklar hækkanir á mörkuðum í dag til fregna af væntanlegum fundi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Xi Jingping, forseta Kína, í næstu viku. Ráðgert er að dagskránni verði viðræður sem miði að bættu viðskiptasambandi ríkjanna tveggja.

Þá binda fjárfestar einnig vonir við vaxtalækkun Seðlabanka Bandaríkjanna síðar á þessu ári. Til að auka enn frekar á jákvæðni fjárfesta gaf Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, í skyn í dag að hugsanlegt sé að gripið verði til örvandi aðgerða á Evrusvæðinu. Ummælin hafa ýtt undir hækkanir á hlutabréfamörkuðum víða um heim.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir