Indigo Partners kaupir 50 nýjar Airbus-vélar

Indigo Partner, sem eiga m.a. Wizz Air, hafa náð samningum ...
Indigo Partner, sem eiga m.a. Wizz Air, hafa náð samningum um kaup á 50 nýjum Airbus-vélum.

Indigo Partnes hafa náð samningum við Airbus um kaup á 50 flugvélum. Að því er fram kemur í frétt Reuters um málið skrifaði Bill Franke, eigandi Indigo Partners, nýverið undir viljayfirlýsingu þess efnis.

Með kaupunum bætir Indigo Partners við sig 32 nýjum langdrægum vélum af gerðinni Airbus A321XLR. Auk þess er ætlunin að uppfæra áður undirritað samkomulag um kaup á átján Airbus A320neo-vélum og fá þess í stað jafnmargar vélar af gerðinni Airbus A321XLR.

Fréttirnar eru kærkomnar fyrir Airbus en líkt og fram kom í fréttum í gær keypti eig­andi flug­fé­lag­anna Brit­ish Airways og Vu­el­ing, IAG, sem hingað til hef­ur not­ast við vél­ar frá Air­bus, 200 vél­ar af teg­und­inni Boeing 737 Max.

Að því er fram kemur í fréttamiðlum vestanhafs er ráðgert að vélarnar muni nýtast flugfélögum í eigu Indigo Partners, þar á meðal Wizz Air, JetSMART og Frontier Airlines.

Samningurinn er metinn á um 4,5 milljarða Bandaríkjadala, sé miðað við listaverð. Stök flugvél af gerðinni Airbus A321XLR er verðmetin á rétt tæpar 130 milljónir Bandaríkjadala.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir