Hagnast um 800 milljónir á áratug

ISNIC er til húsa á Höfðatorgi.
ISNIC er til húsa á Höfðatorgi. mbl.is/Styrmir Kári

ISNIC - Internet á Íslandi hf., sem sér meðal annars um skráningu léna og rekstur nafnaþjónustunnar (DNS) fyrir höfuðlénið .is, hagnaðist um 90 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins.

Tekjur félagsins námu 298 milljónum króna á árinu, og framlegðin því ríflega 30%. Allur hagnaður ársins er greiddur út til hluthafa, en félagið hefur samtals greitt hundruð milljóna í arð til eigenda sinna undanfarin ár.

Sé rekstrarniðurstaða félagsins skoðuð aftur í tímann má sjá að samtals hefur félagið hagnast um tæpar 800 milljónir króna á síðustu tíu árum. Þannig var hagnaður ársins 2017 97 milljónir, 2016 hagnaðist félagið um 89 milljónir, 2015 um 89 milljónir, 2014 um 92 milljónir, 2013 um 75 m.kr., 62 milljónir árið 2012, 55 milljónir árið 2011, 134 milljónir 2010 og átta milljónir árið 2009.

Ítarleg frétt um málið birtist í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK