Leggja til að breyta nafni HB Granda í Brim

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn HB Granda samþykkti á fundi sínum í dag að leggja til við hluthafafund að breyta nafni og vörumerki félagsins í Brim og Brim Seafood. Fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar að nýtt vörumerki og nafn sé einfalt og þjált og sé þekkt á alþjóðamörkuðum fyrir sjávarafurðir.

Nafni HB Granda var síðast breytt  fyrir 15 árum með sameiningu Haraldar Böðvarssonar og Granda, en Grandi varð áður til með sameiningu Ísbjarnarins og Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Segir í tilkynningunni að breytingin núna undirstriki aukna áherslu félagsins á markaðs- og sölumál.

Félagið sem áður hét Brim breytti nafni sínu í fyrra yfir í Útgerðarfélag Reykjavíkur og afhenti HB Granda nafnið til eignar og afnota og vill stjórnin nú taka það nafn upp. Guðmundur Kristjánsson, núverandi forstjóri HB Granda og stór eigandi félagsins var áður forstjóri Brims og er enn eigandi þess félags. Þegar hann keypti stóran hlut í HB Granda fór hann úr forstjórastóli Brims yfir í forstjórastól HB Granda.

Brim kom fyrst til sögunnar árið 2003 sem sjávarútvegsfélag Eimskipafélagsins og átti þá Harald Böðvarsson, Skagstrending og Útgerðarfélag Akureyrar.  Við sameiningu Útgerðarfélags Akureyrar, sem var þá komið í eigu Útgerðarfélagsins Tjalds, við ÚT ári síðar varð Brim nafnið á sameinaðu félagi.

HB Grandi
HB Grandi mbl.is/Hjörtur
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK