Markmiðið að fá allt bætt frá Boeing

Fundur Icelandair Group á Hótel Natura.
Fundur Icelandair Group á Hótel Natura. mbl.is/Árni Sæberg

„Okkar markmið er að fá allt bætt og það er mjög traustvekjandi að sjá að Boeing hefur tekið til hliðar fjármagn í bókhaldinu hjá sér til að bæta flugfélögum tjónið,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á hluthafa- og uppgjörsfundi félagsins á Icelandair Hotel Reykjavík Natura.

Hann segir að Icelandair sé það félag í heiminum sem kyrrsetningin á MAX-vélunum hafi haft mest hlutfallsleg áhrif á þar sem þær hafi samsvarað fjórðungi af flota Icelandair.

Vinna við að endurmeta flota flugfélagsins er í fullum gangi segir Bogi og áætlað er að henni ljúki á þriðja ársfjórðungi. Þrír kostir eru í stöðunni, þ.e. að halda MAX-vélunum og flotanum eins og hann er, annar er blanda af Boeing- og Airbus-flota og eða fara alveg yfir i Airbus-flota. 

Áætlað er að áhrifin vegna kyrrsetningar fram í október verði 140 milljónir USD á EBIT. 

„Við gerum ráð fyrir því að Boeing 737 MAX-vélarnar verði ekki í rekstri út októbermánuð. Við erum í góðu sambandi við Boeing og flugmálayfirvöld en engin tímalína liggur fyrir neins staðar. Við miðum við október en það gæti breyst,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á hluthafa- og uppgjörsfundi nú rétt í þessu.

Sex Boeing 737 MAX-flugvélar í eigu Icelandair hafa verið kyrrsettar síðan 12. mars og hefur kyrrsetningin að mati félagsins kostað um 6 milljarða króna. Icelandair hefur þegar hafið viðræður við Boeing um bætur vegna kyrrsetningarinnar. 

Icelandair leigði fimm flugvélar í staðinn fyrir MAX-vélarnar og reyndust þær ekki eins hagkvæmar í rekstri. Kostnaðurinn við að taka þær í notkun hleypur á tugum milljóna króna auk þess sem Icelandair hefur ekki getað notað allar áhafnir sínar þar sem þær eru ekki þjálfaðar á leiguvélarnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK