Eggert til Íslandsstofu

Eggert Benedikt Guðmundsson, er fyrrum forstjóri N1 og HB Granda.
Eggert Benedikt Guðmundsson, er fyrrum forstjóri N1 og HB Granda. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eggert Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri N1 og HB Granda, hefur verið ráðinn forstöðumaður samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir.

Í tilkynningu kemur fram að Eggert búi yfir víðtækri reynslu úr atvinnulífinu sem stjórnandi, bæði hér á landi og erlendis. Telur ferill hans starfsreynslu úr stóriðju, sjávarútvegi, hátækni, verslun, menningarstarfsemi og fleiru.

Eggert stýrði N1 á árunum 2012-2015 og HB Granda frá 2005-2012. Nú síðast gegndi hann forstjórastöðu fyrir nýsköpunarfyrirtækið eTactica sem starfar á sviði raforkueftirlitskerfa. Önnur fyrri störf eru m.a. fyrir Philips Electronics í Kaliforníu og Belgíu og Marel hf. á Spáni. Hann var yfirverkfræðingur Bresi Group hjá Íslenska járnblendifélaginu hf., starfaði við rannsóknir við Háskólann í Karlsruhe, auk kennslu við gagnfræðaskólann á Húsavík. Eggert hefur einnig sinnt ráðgjafastörfum m.a. fyrir FAO í Róm og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, auk þess sem hann kom að undirbúningsvinnu í aðdraganda stofnunar Samstarfsvettvangsins sem ráðgjafi.

Núverandi stjórnarstörf Eggerts telja sæti í stjórn HB Granda hf. Hann situr í External Advisory Committee MBA náms HR auk þess sem hann er stjórnarformaður Hótels Holts og formaður Leikfélags Reykjavíkur. Af fyrri stjórnarstörfum má nefna setu í stjórn Viðskiptaráðs Íslands, Háskólaráði HR, fagráðum og stjórn Íslandsstofu o.fl.

Eggert er með meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá Þýskalandi auk þess sem hann hefur einnig  lokið MBA- og AMP-gráðum á Spáni.

Alls bárust 54 umsóknir um stöðuna og var ráðningarferli í höndum Hagvangs.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK