Verðlistanum lokað í dag

Mæðgurnar Erla Sigurðardóttir og Sæunn Erla loka búðinni í dag.
Mæðgurnar Erla Sigurðardóttir og Sæunn Erla loka búðinni í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Síðustu daga hef ég fengið óteljandi símtöl frá konum hér í Reykjavík og víða af landinu sem gráta að við séum að loka versluninni. Hér hafi þær alltaf fengið fötin sem þær vanti og nú viti þær ekki hvert þær geti snúið sér,“ segir Erla Sigurðardóttir kaupmaður.

Starfsemi Verðlistans, einnar elstu og þekktustu fataverslunar í Reykjavík, verður hætt eftir daginn í dag. Síðustu daga hefur verið útsala í búðinni og flest er farið, enda eru flíkurnar á frábæru verði. Margar konur hafa svo litið inn í þeim tilgangi að þakka fyrir þjónustu í áratugi.

Fyrir fertugar og eldri

Hjónin Kristján Kristjánsson og Erla Wigelund stofnuðu kvenfataverslunina Verðlistann árið 1965. Vöruúrvalið er gott: buxur, pils, kjólar, blússur, kápur og svo mætti áfram telja. Að bjóða upp á góðan fatnað fyrir konur fertugar og eldri var jafnan leiðarljós Erlu og Þorbjargar dóttur hennar, Bobbu, eins og hún er jafnan kölluð, en hún starfaði í Verðlistanum allt fram á síðasta ár. Mæðgurnar sóttu mikið vörusýningar í Danmörku og Þýskalandi og fylgdust vel með straumum og stefnum í tískuhúsum í útlöndum.

„Erla, amma mín, stóð vaktina hér í Verðlistanum til 2014 en dró sig þá í hlé enda orðin þreytt. Eftir það kom ég meira inn í reksturinn með Bobbu móður minni, en ég hef annars verið viðloðandi fyrirtækið síðan á unglingsárum. Árið 2016 fluttum við verslunina af Laugalæk, þar sem hún hafði verið frá upphafi, hingað á Suðurlandsbraut 30. Á síðasta ári brast svo heilsa móður minnar svo hún átti ekki afturkvæmt til starfa og þá ákvað ég að prófa að vera kaupmaður í eitt ár,“ segir Erla sem með sínu fólki þurfti því að vega og meta stöðuna og ákveða hvað gera skyldi.

Nánar má lesa um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK