Spá frekari lækkun stýrivaxta

Greiningardeild Íslandsbanka segir lítið hafa breyst frá síðustu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar ...
Greiningardeild Íslandsbanka segir lítið hafa breyst frá síðustu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar og spáir því frekari lækkun stýrivaxta. mbl.is/Hjörtur

Greiningardeild Íslandsbanka spáir frekari lækkun stýrivaxta og að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni í vaxtaákvörðun sinni 28. ágúst lækka vextina um 0,25 prósentustig, að því er segir á vef Íslandsbanka. Þannig er spáð að meginvextir bankans á sjö daga bundnum innlánum verði 3,5%.

Bendir greiningardeildin á að við síðustu ákvörðun voru stýrivextir lækkaðir um 0,25 prósentustig og að þeir hafi lækkað um 0,75 prósentustig á árinu. „Við ákvörðunina var horft til þess að samdráttur í þjóðarbúskapnum gæti varað lengur en áður var talið, verðbólguvæntingar hefðu lækkað frá síðustu ákvörðun og að útlit væri fyrir að verðbólga myndi hjaðna í átt að markmiði (2,5%) á þessu ári.“

Þá hafa aðstæður í efnahagslífinu ekki breyst mikið frá síðustu ákvörðun bankans og enn sé útlit fyrir samdrátt í hagkerfinu, að mati greiningardeildarinnar. „Við teljum að það gefi sterklega til kynna að nefndarmenn séu tilbú[nir] til að lækka vexti enn frekar og taki skrefið til 25 punkta lækkunar í næstu viku.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK