10 veitingastaðir undir einn hatt

Jóhannes verður markaðsstjóri hins sameinaða fyrirtækis.
Jóhannes verður markaðsstjóri hins sameinaða fyrirtækis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tíu ólík vörumerki í veitingageiranum koma saman undir einum hatti með samruna veitingafyrirtækjanna FoodCo og Gleðipinna.

Staðirnir sem um ræðir eru Hamborgarafabrikkan, Blackbox, Shake&Pizza, Eldsmiðjan, Saffran, Pítan, Aktu-taktu, Kaffivagninn, American Style og Roadhouse. Að sögn eins af fimm eigendum hins nýja félags, Jóhannesar Ásbjörnssonar, er það ætlun eigenda að leggja enn meiri áherslu á gæði og hlúa að sérkennum og kjarna hvers staðar fyrir sig.

Jóhannes segir að í nýja félaginu mætist ólíkir aðilar með ólíkan bakgrunn og vörumerki, sem mörg hver hafi verið samferða Íslendingum í áratugi, og gengið í gegnum ýmsar hæðir og lægðir, eins og hann orðar það. „Þarna teljum við að 1+1 verði 3. Við hjá Gleðipinnum erum til dæmis sterkir í markaðsmálunum og teljum okkur hafa mikið fram að færa þar.“

Spurður í umfjöllun um sameiningu þessa í Morgunblaðinu í dag um hlutdeild sameinaðs félags á veitingamarkaðnum segir Jóhannes að heildarmarkaðurinn velti um 70 milljörðum króna. „Við verðum sambærileg að stærð og nokkur önnur veitingafyrirtæki með um 5-6% af heildarmarkaðnum.“

Jóhannes segist vonast til að samruninn leiði til stjórnunarlegs hagræðis, á sama tíma og hvert og eitt vörumerki fái tækifæri til að vaxa áfram og dafna. „Það sem er mest spennandi er að við erum einhuga um að fara í öfluga og mikla vöruþróun og efla gæði bæði matar og þjónustu allra staðanna. Við ætlum að gefa okkur góðan tíma og vanda okkur vel.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK