Upplýstu trúnaðarmann um viku fyrir hópuppsögn

Starfsfólki bankans fækkaði um 12% vegna uppsagnanna.
Starfsfólki bankans fækkaði um 12% vegna uppsagnanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Formaður trúnaðarmannaráðs Arion banka fékk að vita af hópuppsögn bankans tæpri viku áður en uppsagnirnar áttu sér stað.

Har­aldur Guðni Eiðsson­, for­stöðumaður sam­skipta­sviðs bank­ans, segir að bankinn hafi talið að það væri eins fljótt og auðið var en þá var komin skýr mynd á uppsagnirnar. Bankinn sagði 100 manns upp síðastliðinn fimmtudag.

Allir sem vissu af uppsögnunum voru settir á innherjalista og máttu því m.a. ekki tjá sig um uppsagnirnar eða versla með hlutabréf bankans. 

Staða trúnaðarmannsins þröng

„Við upplýstum formann trúnaðarmannaráðs hátt í viku áður en uppsagnirnar áttu sér stað en vissulega var hans staða þröng. Við upplýstum svo hina trúnaðarmennina að morgni dags, þegar þetta voru orðnar opinberar upplýsingar,“ segir Haraldur. 

„Það var okkar mat að þetta væri eins fljótt og auðið var. Þegar komin var mynd á aðgerðirnar og nokkuð ljóst í hvað stefndi þá fékk hann þessar upplýsingar.“

Í lög­­um seg­ir að at­vinnu­rek­anda beri að hafa sam­ráð „svo fljótt sem auðið er“. Lára Val­gerður Júlí­us­dótt­ir, lögmaður og sér­fræðing­ur í vinnu­rétti, sagði í samtali við mbl.is í vikunni að það væri í rauninni atvinnurekandans að meta hvenær það væri. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK