Tíu hringir um Ísland á einni viku

Ægir Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Hopps.
Ægir Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Hopps. Eggert Jóhannesson

Ægir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hopps, sem leigir stöðvalaus rafmagnshlaupahjól í Reykjavík, segir viðtökurnar fyrstu þrjár vikurnar hafa verið langt framar vonum. „Við höfum í raun verið að lenda í því jákvæða vandamáli að hjólin eru öll batteríslaus á kvöldin,“ segir Ægir en fyrirtækið er með 60 hlaupahjól til taks fyrir borgarbúa.

„Við sáum að fyrstu vikuna var búið að fara rúmlega 10 hringi um Ísland á 60 hjólum. Við höfum þurft að sækja nánast öll hjólin á hverjum degi vegna þessarar miklu eftirspurnar, svo hægt sé að nýta þau næsta dag,“ segir Ægir.

Fyrirtækinu er umhugað um umhverfisvænar samgöngur en Hopp er með teymi sem fer um á rafmagnssendibíl sem sér um að koma hjólunum í hleðslu á kvöldin, sem síðan dreifir þeim á ný um borgina.

„Við erum með ákveðna staði sem við köllum hreiður sem við setjum þau á. Við setjum hjólin á mismunandi staði eftir því hvort það er virkur dagur eða helgi. Þarfirnar eru því aðeins mismunandi en við getum, út frá notkun í appinu, séð hvar þörfin er mest og stillt upp hreiðrum á viðeigandi stöðum og þannig leyft notendum okkar að stjórna hvar hjólin eru,“ segir Ægir. Veturinn leggst vel í Ægi. „Við stefnum á að hafa opið í vetur en við gætum öryggissjónarmiða og ef það er ekki öruggt að vera á hjólinu munum við loka appinu tímabundið og taka hjólin mögulega af götunni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK