100 þúsund vörur í leitarvél Kringlunnar

Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.
Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Haraldur Jónasson/Hari

Búið er að setja upp nýjan vef Kringlunnar og geta neytendur nú flett upp yfir 100 þúsund vörum frá um 70 verslunum í nýrri vöruleit verslunarmiðstöðvarinnar. Stjórn Kringlunnar setti sér það markmið í upphafi árs 2018 að gera Kringluna að stafrænni verslunarmiðstöð, sem var liður í því að koma til móts við breytta hegðun, breyttar væntingar og breyttar kröfur viðskiptavina, að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar.

Stafræn Kringla

„Við erum verslunarmiðstöð og erum nokkurs konar hattur yfir fjölda þjónustu- og rekstraraðila sem allir stýra sínum þáttum einangrað. Verkefni okkar er að draga þessa aðila alla saman undir einn hatt þannig að fólk geti nálgast allar vörur í viðkomandi verslunum á einum stað,“ segir Sigurjón. Auk vöruleitarinnar hefur Kringlan tekið í notkun fleiri stafrænar þjónustuleiðir til þess að auka sveigjanleika í rekstri og auka þjónustustigið Hluti þess er „smella og sækja“-þjónustan sem gerir fólki kleift að nálgast vörur sínar á sínum forsendum, utan afgreiðslutíma Kringlunnar, í sérstökum afgreiðsluskápum og nýtt Kringluapp þar sem sjá má yfirlit yfir þau tilboð sem eru í boði í Kringlunni frá degi til dags.

Hinni stafrænu Kringlu er einnig ætlað að ná til yngri markhópa og þeirra sem hafa þróað með sér nýjar verslunarvenjur sem fara í auknum mæli fram á netinu. Gera áætlanir Kringlunnar meðal annars ráð fyrir að breyta verslunarmiðstöðinni í meiri upplifunarstað.

Ítarlegt viðtal við Sigurjón má lesa á miðopnu ViðskiptaMoggans í dag. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK