Rekstur Regins „samkvæmt áætlun“

Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins mun kynna afkomu félagsins á …
Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins mun kynna afkomu félagsins á opnum kynningarfundi í höfuðstöðum félagsins í Hagasmára 1 kl. 8:30 í fyrramálið. mbl.is/​Hari

Rekstur fasteignafélagsins Regins „gengur vel og er samkvæmt áætlun“, en svo segir í tilkynningu frá félaginu, sem í dag kynnt árshlutareikning sinn fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Rekstrartekjur á tímablinu námu 7.282 milljónum króna og voru leigutekjur, sem hækka um 26% frá sama tímabili í fyrra, 6.845 milljónir af þeirri upphæð.

Rekstrarhagnaður fyrirtækisins fyrir matsbreytingu og afskriftir (EBITDA) nam 4.999 milljónum króna og jókst um 33% á milli ára. Eftir tekjuskatt var hagnaður félagsins 3.51 milljónir króna sem er um 55% hækkun frá fyrra ári. Allt þetta kemur fram í tilkynningu Regins til Kauphallar, sem barst eftir lokun markaða í dag.

„Eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði til leigu hefur verið mjög góð og náðst hefur mikill og góður árangur í útleigu til opinberra aðila og sterkra félaga. Það sem af er ári hafa verið gerðir nýir leigusamningar fyrir um 38 þús. m2 . Þar af er endurnýjun eldri samninga um 24%,“ segir í tilkynningu félagsins.

Þar kemur einnig fram að Kvika banki hafi tekið á leigu 3.500 fermetra höfuðstöðvar í Katrínartúni 2 fyrr í haust. Unnið er að frágangi þess húsnæðis og verður það afhent bankanum á næstu vikum.

Alls átti Reginn 117 fasteignir í lok september og var heildarfermetrafjöldi eignanna um 377 þúsund. Um 97% þessara eigna eru í útleigu, en fyrirtækið gerir ráð fyrir því að nýtingarhlutfallið verði í lok árs allt að 98%, þar sem vegna fjölda nýrra leigusamninga standi nú yfir mikil umbreyting í stórum leigueiningum, til dæmis að Höfðatorgi, Suðurhrauni 3, Skútuvogi 2 og Miðhrauni 4.

Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins mun kynna afkomu félagsins á opnum kynningarfundi í höfuðstöðum félagsins í Hagasmára 1 kl. 8:30 í fyrramálið.

Tilkynning Regins um uppgjörið

Árshlutareikningur Regins fyrir fyrstu níu mánuði ársins

Fjárfestakynning um uppgjör ársfjórðungsins

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK