Horfum vegna Bretlands breytt í neikvæðar

mbl.is/Hjörtur

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's breytti horfum vegna skuldastöðu Bretlands úr stöðugum í neikvæðar að því er segir í frétt AFP.

Hins vegar var einkunn Bretlands vegna fjárfestinga höfð óbreytt í Aa2. Vísað er til þess gríðarlega verkefnis sem bresk stjórnvöld standi frammi fyrir vegna fyrirhugaðrar útgöngu landsins úr Evrópusambandinu.

Þess utan mætti búast við að efnahagslegur og fjárhagslegur styrkur Bretlands yrði minni í framhaldinu og viðkvæmari fyrir áföllum en áður hafi verið talið.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK