Tæplega 300 milljóna gjaldþrot Morgundags

Fréttatíminn kom síðast út í apríl 2017.
Fréttatíminn kom síðast út í apríl 2017.

Aðeins 2,85 milljónir fengust upp í samtals 296 milljóna kröfur í þrotabú Morgundags, útgáfufélags Fréttatímans, en félagið var úrskurðað gjaldþrota í júní 2017.

Samkvæmt auglýsingu sem birt var í Lögbirtingablaðinu voru forgangskröfur 60,39 milljónir og fengust greiddar 2,85 milljónir, eða 4,7% upp í þær. Almennar kröfur námu 236,4 milljónum en ekkert fékkst greitt upp í þær.

Síðasta tölu­blað Frétta­tím­ans kom út 7. apríl 2017, en tilraunir til að endurskipuleggja reksturinn og endurreisa blaðið báru ekki árangur. Þá hafði hluti starfs­manna ekki enn fengið greidd laun fyr­ir mars­mánuð.

Gunn­ar Smári Eg­ils­son, eig­andi og fyrr­ver­andi rit­stjóri Frétta­tím­ans, hafði þá stigið til hliðar og hætt af­skipt­um af út­gáf­unni.

Launakröf­ur eru for­gangs­kröf­ur við gjaldþrot fyr­ir­tækja sem þýðir að slík­ar kröf­ur eru greidd­ar fyrst séu ein­hverj­ar eign­ir fyr­ir hendi í þrota­bú­inu. Ef þrota­búið er hins veg­ar eigna­laust eru launakröf­ur tryggðar hjá Ábyrgðarsjóði launa. Hann tryggir hins vegar ekki laun fólks nema að takmörkuðu leyti, eða upp að 385 þúsund krónum á mánuði.

Gunnar Smári Egilsson var eigandi og ritstjóri Fréttatímans.
Gunnar Smári Egilsson var eigandi og ritstjóri Fréttatímans. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK