3% allra brottfara aflýst frá október

„Markmið okkar er að koma farþegum okkar sem fyrst á …
„Markmið okkar er að koma farþegum okkar sem fyrst á áfangastað á sem öruggastan máta og að truflun farþega verði sem minnst.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Icelandair hefur þurft að aflýsa 200 brottförum frá því í október á síðasta ári, þar af 130 brottförum í janúar og 50 í dag, 23. janúar. Þar er um að ræða 3% af heildarbrottförum flugfélagsins á tímabilinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair, en þar segir að ávallt séu árssveiflur í veðrinu og að félagið sé alltaf tilbúið að takast á við raskanir á flugi vegna veðurs.

Undanfarna mánuði hefur Icelandair unnið samkvæmt nýjum verkferlum sem gera það að verkum að hægt er að takast á við raskanir með skilvirkari hætti en áður og með minni áhrif á starfsemi félagsins.

„Markmið okkar er að koma farþegum okkar sem fyrst á áfangastað á sem öruggastan máta og að truflun farþega verði sem minnst,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK