Hagnaður Regins 4,5 milljarðar króna

Reginn átti góðu gengi að fagna á síðasta ári, samkvæmt …
Reginn átti góðu gengi að fagna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. mbl.is/Eggert

Afkoma Regins hf. á árinu 2019 var góð og í samræmi við væntingar. Rekstrartekjur námu rúmlega 9,8 milljörðum króna og hækkuðu leigutekjur um 20% samanborið við árið 2018. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem var birtur í dag.

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 6,7 milljörðum króna og jókst um 25% frá fyrra ári. Hagnaður eftir tekjuskatt nam 4,5 milljörðum króna sem var 39% hækkun frá fyrra ári.

Bókfært virði fjárfestingareigna í lok árs var rúmlega 140,7 milljarðar króna samanborið við rösklega 128,7 milljarða króna við árslok 2018. Matsbreyting á árinu nam rúmum 4 milljörðum króna.

Vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins voru rúmlega 84 milljarðar króna í lok árs 2019 og eiginfjárhlutfall 32%. Hagnaður á hlut á árinu 2019 var 2,47 samanborið við 1,87 árið áður.

1.500 milljónir til hluthafa

„Mikill og góður árangur hefur náðst í rekstri félagsins og öflun nýrra leigutaka hefur gengið vel. Það er ljóst að vel grunduð og farsæl fjárfestingastefna síðustu ára er að skila sér sterkt inn í afkomu félagsins. Mikil áhersla hefur verið lögð á að nýta stærðarhagkvæmni innan félagsins og ná þannig fram hagræðingu og auknum árangri. Stjórnendur félagsins telja að horfur í rekstri séu góðar. Nýting eigna er góð sem og eftirspurn,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Arðgreiðslustefna Regins miðar við að greiða hluthöfum fjárhæð sem nemur um 1/3 hluta hagnaðar næstliðins rekstrarárs annaðhvort í formi arðgreiðslna eða með kaupum á eigin bréfum og lækkun á hlutafé. Í samræmi við arðgreiðslustefnuna leggur stjórn til að 1,5 milljörðum króna verði ráðstafað til hluthafa vegna ársins 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK