Hagnaður bankanna um 20 milljörðum minni en 2017

Samanlagt dróst hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja saman um 10 milljarða …
Samanlagt dróst hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja saman um 10 milljarða króna á síðasta ári, samanborið við árið 2018. Munar þar mestu um erfitt ár hjá Arion banka, sem skilaði einungis 1,1 milljarðs króna hagnaði. mbl.is/Samsett mynd

Samanlagður hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja nam um það bil 27,8 milljörðum króna á síðasta ári, sem er um tíu milljörðum minna en árið 2018 og hartnær tuttugu milljörðum minna en árið 2017.

Hagnaður Arion banka dregst mest saman, en sem kunnugt er hefur bankinn setið uppi með tap af félögum á borð við Valitor og Stakksvík, sem bankinn er með í söluferli.


Landsbankinn hagnast mest stóru bankanna þriggja eins og undanfarin ár, en hagnaður bankans nam 18,2 milljörðum króna á síðasta ári, sem er samdráttur um 1,1 milljarð frá árinu 2018.

Bankaráð Landsbankans leggur til að 9,5 milljarðar króna, eða 52% af hagnaði ársins, verði greiddur eigendum bankans í arð, en íslenska ríkið er stærsti hluthafi Landsbankans með 98,2% hlut.

Erfitt ár hjá Arion en 10 milljarða arðgreiðslur 2020

Talandi um 1,1 milljarð, þá var það einmitt hagnaður Arion banka á síðasta ári, samanborið við 7,8 milljarða hagnað ári áður. Fram kom í afkomutilkynningu bankans í gær að þrátt fyrir mikið tap af félögum sem eru í söluferli hefði hagnaður af svokallaðri „áframhaldandi starfsemi“ bankans numið 14 milljörðum á síðasta ári, en þá er átt við alla aðra hluta í rekstri bankans en þau félög sem bankinn er með í söluferli.

Í tilkynningu bankans, sem er sá eini af bönkunum þremur sem ekki er í eigu ríkisins þó stjórnvöld hafi fyrirætlanir um að brátt verði breytingar þar á, sagði að stjórn myndi leggja til 10 milljarða króna arðgreiðslu til hluthafa bankans á árinu 2020 og að arðgreiðslur og kaup á eigin hlutabéfum hefði numið um 12,4 milljörðum á síðasta ári.

Bankinn var með um 190 milljarða eigið fé um áramót og sagði Benedikt Gíslason bankastjóri í tilkynningu að mikilvægt væri að hafa „ekki meira eigin fé en þörf krefur,“ þar sem eigið fé væri í raun skuld bankans við eigendur og dýrasta fjármögnun bankans.

Stjórn Íslandsbanka leggur til 4,2 milljarða arðgreiðslur

Íslandsbanki hagnaðist um 8,5 milljarða á síðasta ári, en uppgjör bankans var birt í gær. Árið 2018 nam hagnaður bankans 10,6 milljörðum og árið þar áður nam hagnaðurinn 13,2 milljörðum króna.

Stjórn bankans leggur til að 4,2 milljarðar verði greiddir í arð til ríkisins, sem er 100% eigandi Íslandsbanka. Það nemur tæplega helmingi hagnaðar ársins.

Árs­reikn­ing­ur Lands­bank­ans

Árs­reikn­ing­ur Íslands­banka

Árs­reikn­ing­ur Ari­on banka

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK