Viðræður við kaupendur á lokametrunum

Ekki er hægt að segja um það á þessari stundu …
Ekki er hægt að segja um það á þessari stundu hvort verslanir Cintamani verði opnaðar aftur. Morgunblaðið/Pétur Hreinsson

Íslandsbanki á nú í viðræðum við nokkra áhugasama kaupendur að Cintamani. Viðræðurnar eru komnar langt en eru á viðkvæmu stigi. Þetta segir Margrét Ása Eðvarðsdóttir sem hefur umsjón með sölunni hjá Íslandsbanka. Hún gerir ráð fyrir því að það skýrist á næstu dögum hvað komi út úr þeim viðræðum er standa nú yfir.

Tilkynnt var um gjaldþrot Cintamani í lok janúar en þá höfðu eigendur félagsins leitast við að endurskipuleggja fjárhag þess í einhvern tíma, án árangurs. Í tilkynningu sem birt var á vef Íslandsbanka í kjölfarið kom fram að Cintamani væri komið í söluferli og að tekið væri við tilboðum til og með 3. febrúar. Auglýstur var til sölu allur vörulager verslananna, skráð vörunúmer félagsins og lénið cintamani.is. Margrét segir allt þetta vera selt saman og viðræðurnar taki mið af því.

Aðspurð getur hún ekki sagt til um hve marga aðila Íslandsbanki á í viðræðum við, en tekur fram að mjög margir áhugasamir hafi haft samband. Þá getur hún ekki sagt til um það á þessari stundu hvort verslanir Cintamani verði opnaðar aftur.

Efnisorð: Cintamani
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK