Emirates hættir nær öllu farþegaflugi

AFP

Flugfélagið Emirates hefur tilkynnt að það muni hætta öllu farþegaflugi frá og með 25. mars.

Í tilkynningu frá félaginu segir að það muni þó áfram sinna fraktflugi og að nóg sé að gera á þeim vettvangi.

„Við höldum áfram að fylgjast náið með ástandinu og um leið og mögulegt verður höldum við þjónustu okkar áfram.“

Áfangastaðir Emirates, sem hefur höfuðstöðvar í Dúbaí, eru 159 talsins.

Uppfært kl. 17:35: Eftir beiðnir frá yfirvöldum og almenningi hefur Emirates ákveðið að halda áfram flugi til eftirfarandi áfangastaða til að greiða fyrir heimförum íbúa: Bretlands, Sviss, Hong Kons, Taílands, Suður-Kóreu, Malasíu, Filippseyja, Japan, Singapúr, Ástralíu, Suður-Afríku, Bandaríkjanna og Kanada.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK