Arðgreiðslur hjá Brimi samþykktar

Höfuðstöðvar Brims.
Höfuðstöðvar Brims. mbl.is/​Hari

Á aðalfundi Brims var samþykkt að á þessu ári verði vegna rekstrarársins 2019 greiddar 1,0 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 1.899 milljónir króna (um 14,0 milljónir evra á lokagengi ársins 2019), eða 2,6% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2019. Arðurinn verði greiddur 30. apríl næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu

Samþykkt var að þóknun næsta árs til stjórnarmanna verði 300.000 krónur á mánuði, varaformaður fái einn og hálfan hlut og formaður tvöfaldan hlut. Í stjórn voru kjörin: Anna G. Sverrisdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Kristján Þ. Davíðsson, Kristrún Heimisdóttir og Magnús Gústafsson.

Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar skipti stjórnin með sér verkum og skipaði í nefndir. Formaður stjórnar er Kristján Þ. Davíðsson og varaformaður stjórnar Anna G. Sverrisdóttir.

Aðalfundur veitti stjórn félagsins heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimildin stendur í 18 mánuði og takmarkast við að samanlögð kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK