Spurn eftir einkaþotum eykst

Einkaþota af gerðinni Bombardier.
Einkaþota af gerðinni Bombardier. Ljósmynd/Wikipedia

Spurn eftir ferðum með einkaþotum hefur verið að taka við sér undanfarnar vikur. Hefur eftirspurnin aukist einna mest meðal auðugra Rússa, sem reyna nú að komast úr landi. Sökum heimsfaraldurs kórónuveiru er ekki gerlegt fyrir umrædda einstaklinga að taka hefðbundin flug úr landinu. 

Í mörgum tilvikum eru þetta efnaðir einstaklingar sem hafa hug á því að komast til Vesturlanda meðan á ástandinu stendur. Mikil spurn hefur verið eftir flugi til Bretlands og Kýpur og er ástæðan þar að baki sú að fjöldi umræddra einstaklinga er með búseturétt þar eða á nána ættingja í löndunum.

Fargjöld með einkaþotu á framangreinda staði geta verið allt frá 2,5 milljónum króna til ríflega 4 milljóna króna. Talið er að allt að 13 einstaklingar geti ferðast með einkaþotunum hverju sinni. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK