Spáir snörpum umskiptum á næsta ári

Gert er ráð fyrir að einkaneysla dragist saman um 6,1% …
Gert er ráð fyrir að einkaneysla dragist saman um 6,1% í ár og að atvinnuleysi verði að jafnaði 8,2% mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagstofa Íslands gerir ráð fyrir því að verg landsframleiðsla dragist saman um 8,4% á þessu ári og ef sú spá rætist þá verður það mesti samdráttur á lýðveldistímanum. Reiknað er með snörpum umskiptum á næsta ári.

Þetta kemur fram í endurskoðaðri þjóðhagsspá sem Hagstofa Íslands gefur út í ritröð sinni Hagtíðindum. Spáin tekur til áranna 2020 til 2025.

Samdrátturinn sem Hagstofan gerir ráð fyrir er afleiðing af heimsfaraldri kórónuveiru sem hefur haft slæm áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi. Líkur eru á að þjóðarútgjöld dragist saman um 4,4% í ár.

Hagstofan spáir því aftur á móti að snörp umskipti verði á næsta ári og þá verði vöxtur landsframleiðslunnar 4,9%. Þá eru horfur á að þjóðarútgjöld aukist um 4,3% á næsta ári. Næstu ár er svo gert ráð fyrir hagvexti á bilinu 2,5% til 2,9%.

Gert er ráð fyrir að einkaneysla dragist saman um 6,1% í ár og að atvinnuleysi verði að jafnaði 8,2%. Á næsta ári er spáð 5,5% aukningu einkaneyslu og að atvinnuleysi verði 6,8%. Útlit er fyrir að útflutningur dragist saman um rúm 30% í ár en búist er við bata á næsta ári og rúmlega 19% vexti.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK