Kjarnafæði og Norðlenska renna saman

Mynd úr kjötvinnslu Norðlenska á Akureyri.
Mynd úr kjötvinnslu Norðlenska á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Eigendur Kjarnafæðis og Norðlenska hafa komist að samkomulagi um helstu skilmála samruna félaganna. Þetta kemur fram í tilkynningu en Íslandsbanki veitir ráðgjöf í samrunaferlinu.

„Með samruna félaganna eru eigendur að bregðast við breytingum í rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar undanfarin misseri. Það er mat eigenda félaganna að sameinað félag sé betur í stakk búið til að veita viðskiptavinum sínum og birgjum, ekki síst bændum, góða þjónustu á samkeppnishæfu verði“, segir í tilkynningu.

Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, en Norðlenska er í eigu Búsældar, sem er í eigu um 500 bænda á Íslandi. Félögin tvö hafa átt í viðræðum um samruna frá því á haustmánuðum 2018. Er samkomulag um samruna félaganna háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og hluthafafundar Búsældar.

Viðræður félaganna voru settar á ís fyrir um ári síðan og var um tíma í raun útlit fyrir að ekkert yrði úr samruna fyrirtækjanna. Í júlí í fyrra höfðu félögin ekki náð saman um verðmæti.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK