Lokið við kaup á Korta

Rapyd hefur keypt alla hluti í Korta.
Rapyd hefur keypt alla hluti í Korta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gengið hefur verið frá kaupum alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd á Korta en upplýst var um kaupin í apríl.

„Rapyd veitir fyrirtækjum aðgang að lausnum í greiðslumiðlun sem gefa viðskiptavinum kost á að greiða og fá greitt á öllum helstu alþjóðlegu mörkuðum með einföldum og aðgengilegum hætti, hvort sem er með millifærslum, greiðslukortum eða öðrum greiðsluleiðum,“ samkvæmt fréttatilkynningu.

Haft er eftir Arik Shtilman, forstjóra Rapyd í tilkynningu: „Við erum ánægð með að hafa klárað þessi viðskipti sem eru mjög stefnumótandi fyrir okkur. Nú tekur við vinna við samþættingu færsluhirðingar Korta við fjártæknilausnirnar okkar. Við viljum bjóða íslenskum og evrópskum fyrirtækjum upp á alþjóðlegar greiðslulausnir, hvort sem það er á staðnum eða vefnum. Við viljum að viðskiptavinir okkar hafi aðgang að fyrsta flokks fjártæknilausnum og geti þannig einbeitt sér að því að auka umsvif sín og dafna á sínu sviði.“

Forstjóri Korta, Jakob Már Ásmundsson segir að um spennandi tíma sé að ræða. Rapyd mun fjárfesta í starfseminni Reykjavík og gera áætlanir félagsins ráð fyrir auknum vexti og frekari ráðningum á næstu misserum.

Á vef Seðlabanka Íslands kemur fram að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi komist að þeirri niðurstöðu að ísraelska félagið Rapyd Financial Network Ltd. væri hæft til að fara með yfir 50% virkan eignarhlut í Korta hf.Þá var það niðurstaða eftirlitsins að framkvæmdastjóri Rapyd, Ariel Shtilman, væri hæfur til að fara með yfir 50% óbeinan, virkan eignarhlut í Korta hf. og að bandaríska sjóðastýringarfélagið General Catalyst Group Management, LLC, sem og félög tengd þeim aðila, væru hæf til að fara með allt að 20% óbeinan, virkan eignarhlut í Korta hf.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK