Niðurgreiða mat á veitingastöðum

Matur á veitingahúsum verður niðurgreiddur.
Matur á veitingahúsum verður niðurgreiddur. AFP

Bretar sem greiða fyrir mat á veitingahúsum munu næstu misserin einungis borga fyrir helming máltíðarinnar. Mun það koma í hlut breska ríkisins að greiða fyrir afganginn. Er þetta gert til að koma efnahagslífinu þar í landi af stað, en vonir eru bundnar við að með þessu aukist neysla landsmanna. 

Verkefnið ber yfirskriftina „borðum úti og hjálpum til“, en þannig stendur öllum til boða að fá 50% afslátt af máltíðum á veitingahúsum. Mest verða greidd 10 pund fyrir hvert skipti, en engin takmörk eru á því hversu oft einstaklingar geta nýtt  úrræðið. Verkefnið fer af stað í ágúst og verður í gangi út mánuðinn. 

Úrræðið er á vegum ríkisstjórnarinnar í Bretlandi og gildir afslátturinn einungis frá mánudegi til miðvikudags. Þá gildir niðurgreiðslan ekki af heimsendingum heldur verður fólk að mæta á staðinn. Með þessu er talið líklegt að hægt verði að koma í veg fyrir fjöldauppsagnir ásamt því að milda höggið vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK