Gullverð aldrei verið hærra

Gullstangirnar eru nú verðmætari en áður, fyrir þá sem kunna …
Gullstangirnar eru nú verðmætari en áður, fyrir þá sem kunna að luma á þeim. AFP

Verð á gulli hefur aldrei verið hærra en í dag, á sama tíma og fjárfestar hafa sóst í öruggt skjól fyrir afleiðingum vaxandi spennu milli stjórnvalda Bandaríkjanna og Kína, fjölgun tilfella kórónuveirunnar og hægagangi á nýjum aðgerðapakka í þinghúsinu í Washington.

Aðgerðir Seðlabanka Bandaríkjanna hafa dýft bandaríkjadal lægra gagnvart flestum öðrum gjaldmiðlum. Á sama tíma hefur verð á gulli flogið upp í nýjar hæðir og náði í morgun 1.944,71 bandaríkjadal, fyrir hverja únsu af eðalmálminum. Verðið hefur þó lækkað aðeins síðan.

Fyrra metið nam 1.921,18 bandaríkjadölum og var það sett árið 2011.

Augu fjárfesta eru á næsta stefnufundi Seðlabankans, sem verður í þessari viku, og búast einhverjir þeirra jafnvel við því að bankinn muni grípa til neikvæðra stýrivaxta. Slík aðgerð gæti sett enn meiri þunga á gjaldmiðilinn og þar með fleygt gullverði upp yfir tvö þúsund dali.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK