Gera ráð fyrir fjöldagjaldþrotum

Sævar Þór Jónsson lögmaður segir að yfirmenn banka geri ekki …
Sævar Þór Jónsson lögmaður segir að yfirmenn banka geri ekki ráð fyrir uppsveiflu fyrr en 2023.

Sævar Þór Jónsson lögmaður segir samningsstöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu á margan hátt verri en í kjölfar efnahagshrunsins. Ástæðan er skuldavandi fyrirtækja vegna kórónuveirufaraldursins. 

Tekjumöguleikar voru góðir

„Fyrstu verkefni mín á upphafsárum í lögmennsku voru að vinna mikið fyrir einstaklinga og fyrirtæki eftir hrunið. Þá var maður að vinna fyrir fyrirtæki sem voru í fjárhagslegri endurskipulagningu," segir Sævar Þór. 

„Ég man sérstaklega eftir því að þegar maður var að vinna fyrir hótel og fyrirtæki í ferðaþjónustu var vandinn sá að fyrirtæki voru mjög skuldsett, en höfðu tekjur og tekjumöguleikar voru þó nokkrir. Ég man að í samningaviðræðum mínum við banka og fjármálafyrirtæki snerist umræðan á þeim tíma um hversu langt væri hægt að fara niður með skuldir með hliðsjón af tekjuflæði félaganna, út frá eignastöðu og fleiri þáttum.

Reynsla mín af því að hafa komið að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja í ferðaþjónustu í dag, borið saman við eftir efnahagshrunið, er að afstaða bankanna hefur breyst mjög mikið vegna þess að þeir segja að fyrirtækin séu skuldsett og hafi eignir en engar tekjur.

Sú afstaða er að mínu mati mun stífari en eftir hrunið," segir hann. 

Aðgerðirnar dregist úr hófi

„Auðvitað hefur ríkisstjórnin komið inn með ákveðna aðgerðapakka sem því miður hefur að mínu mati dregist úr hófi að vinna úr, þannig að það tefur alla úrvinnslu, en afstaða bankanna gerir að mínu mati stöðuna erfiðari hvað þetta varðar. Þeir geta ekki litið fram hjá því að það eru engar tekjur og yfirmenn banka sem ég hef rætt við gera ekki ráð fyrir uppsveiflu fyrr en 2023."

Algert hrun í tekjuflæðinu

„Það er því ákveðið bil sem þarf að brúa; bilið frá því að það er algert hrun í tekjuflæði og þangað til bankarnir gera ráð fyrir að tekjurnar fari upp á við, hugsanlega ekki fyrr en eftir eitt eða tvö ár. Þá er spurningin hvernig menn ætla að leysa úr þeim vanda. Eru menn að gera ráð fyrir að fyrirtækin nýti sér leiðir eins og sameiningu eða að það verði uppstokkun sem felst í gjaldþrotum?“

Eru því horfur á að það verði skriða gjaldþrota í haust, ef önnur bylgja faraldursins kemur?

„Já. Málið er ekki að fjármálastofnanir vilji ekki leysa úr þessum vanda. Mitt mat er að þau sjá ekki fram á að það sé raunhæft að bíða í þann tíma sem þarf að bíða. Það sem ég hef upplifað í samningaviðræðum við bankastofnanir er að þær gera ráð fyrir gríðarlegu hruni í vetur og haust. Og meira að segja er talað þannig að gert er ráð fyrir fjöldagjaldþrotum.“

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK