Stefnt að hlutafjárútboði í september

Tímalína hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð og er nú stefnt að því að útboðið fari fram í september, með fyrirvara um samþykkt hluthafa um að framlengja heimild félagsins til hlutafjáraukningar, en heimild sem veitt var á hluthafafundi 22. maí síðastliðinn rennur út 1. september. Mun félagið því boða til nýs hluthafafundar á næstu dögum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að því til viðbótar sé ráðgert að tillaga verði lögð fyrir hluthafafund sem feli í sér að stjórn félagsins verði heimilt að ákveða að hinum nýju hlutum í félaginu fylgi áskriftarréttindi (e. warrant) sem samsvara allt að 25% af skráningu nýrra hluta í fyrirhuguðu útboði. Heimilt yrði að nýta þau í einu lagi eða í skrefum á allt að tveggja ára tímabili frá útgáfu samkvæmt nánari skilmálum sem stjórn ákveður.

Icelandair Group stefnir að því að selja nýja hluti fyrir 20 milljarða króna að nafnverði á genginu 1 króna á hlut. Komi til umframeftirspurnar í hlutafjárútboðinu myndi stjórn félagsins hafa heimild til að auka hlutafé enn frekar um allt að 3 milljarða þannig að stærð útboðsins yrði að hámarki 23 milljarðar króna.

Viðræður við íslensk stjórnvöld um lánalínu með ríkisábyrgð, í samvinnu við Íslandsbanka og Landsbankann, eru sagðar á lokastigi. Með fyrirvara um samþykki stjórnvalda fyrir lánalínunni gerir félagið ráð fyrir að birta fjárfestakynningu með ítarlegum upplýsingum fyrir fjárfesta og þátttakendur í fyrirhuguðu hlutafjárútboði á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK