Verðbólgan komin í 3,2%

mbl.is/​Hari

Verðbólgan mæld á tólf mánaða tímabili mælist nú 3,2% en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% í ágúst. Í janúar var verðbólgan 1,7% en hefur aukist jafnt og þétt síðan þá.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,46% frá júlí 2020. Vísitala neysluverðs án húsnæðis mæld á tólf mánaða tímabili er nú 3,4%.

Sumarútsölum er víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 3,4% (áhrif á vísitöluna 0,11%). Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,5% (0,09%).

Gengi krón­unn­ar hef­ur lækkað um 14% frá ára­mót­um og hef­ur geng­is­lækk­un­in haft áhrif á verðbólg­una þar sem verð á mat­vöru, fatnaði, hús­gögn­um og heim­il­is­búnaði hef­ur hækkað.

Verðbólga mæld­ist 2,5% á öðrum fjórðungi þessa árs eða lít­il­lega meiri en gert var ráð fyr­ir í maí þegar spáð var að hún yrði 2,4%. 

„Meg­in­skýr­ing á aukn­ingu verðbólgu í júlí er að sumar­út­söl­ur höfðu tölu­vert minni áhrif til lækk­un­ar en á sama tíma í fyrra. Gæti það stafað af áhrif­um geng­is­lækk­un­ar krón­unn­ar en auk­in út­gjöld til neyslu­vara líkt og fjallað var um hér að fram­an kunna einnig að eiga hlut að máli. Verð inn­fluttr­ar vöru hef­ur á heild­ina hækkað um 5% milli ára. Verð á inn­lend­um vör­um hef­ur einnig hækkað nokkuð að und­an­förnu og var 4,4% hærra í júlí en á sama tíma fyr­ir ári.

Lík­legt er að auk­in eft­ir­spurn eft­ir til­tekn­um vöru­flokk­um þegar mikl­ar sam­komutak­mark­an­ir voru við lýði á fyrri hluta árs­ins, t.d. mat­vöru, hafi leitt til meiri verðhækk­ana. Einnig hef­ur borið á skorti á til­tekn­um vör­um vegna fram­leiðslu­hnökra og tengdra af­leiðinga COVID-19-heims­far­ald­urs­ins sem hef­ur að öðru óbreyttu hækkað vöru­verð.

Ekki er þó lík­legt að áhrif­in verði mik­il á mælda verðbólgu þar sem áætlað er að þessi áhrif geti komið fram í tæp­lega fimmt­ungi af grunni vísi­töl­unn­ar. Á móti vó hins veg­ar að verðbólga hjaðnaði á mæli­kv­arða und­irliða þar sem eft­ir­spurn eft­ir vöru eða þjón­ustu dróst sam­an eða var ekki í boði vegna sótt­varnaaðgerða,“ seg­ir í Pen­inga­mál­um Seðlabankans sem komu út fyrr í vikunni.

Horf­ur eru á nokkru meiri verðbólgu á næst­unni en spáð var í maí. Skýr­ing­una má rekja til meiri verðbólgu í upp­hafi spá­tím­ans auk þess sem slak­inn í þjóðarbú­skapn­um virðist minni nú en gert var ráð fyr­ir í maí. Þá hef­ur alþjóðlegt olíu-, hrávöru- og mat­væla­verð tekið hraðar við sér en þá var spáð.

Olíu- og hrávöru­verð er þó enn tölu­vert lægra en fyr­ir ári sem lækk­ar inn­lend­an aðfanga­kostnað og dreg­ur úr verðbólgu.

Spáð er að verðbólga verði um 3% að meðaltali út þetta ár en mik­ill slaki í þjóðarbú­inu og lít­il alþjóðleg verðbólga gera það að verk­um að hún hjaðnar snemma á næsta ári þegar áhrif geng­is­lækk­un­ar­inn­ar hafa fjarað út. Spáð er að hún verði um 2% að meðaltali á seinni hluta spá­tím­ans [2023].

„Mik­il óvissa er hins veg­ar um þess­ar horf­ur en eins og venj­an er í upp­færðum spám bank­ans er áhættumat grunn­spár­inn­ar ekki end­ur­skoðað. Tald­ar eru um helm­ings­lík­ur á að verðbólga verði á bil­inu 1-3¼% að ári liðnu og á bil­inu 1-3½% í lok spá­tím­ans,“ seg­ir í Pen­inga­mál­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK