HEIMA vann Gulleggið

Heima, Hemp Pack og Frosti unnu til verðlauna í Gullegginu.
Heima, Hemp Pack og Frosti unnu til verðlauna í Gullegginu. Ljósmynd/Aðsend

Viðskiptahugmyndin HEIMA vann Gulleggið 2020, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Lokahóf Gulleggsins fór fram á netinu í ár þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra tilkynnti sigurvegarann við hátíðlega og rafræna athöfn á föstudag. 

Verðlaunagripur Gulleggsins í ár var stafrænn. Gripurinn er borðfáni með egginu prentuðu á og meðfylgjandi USB-lykill sem inniheldur eggið í þrívíðu stafrænu formi. Stafræna egginu er síðan hægt að deila að vild. 

Sigurvegari Gulleggsins, HEIMA, hlaut eina milljón króna frá Landsbankanum í verðlaun. Um er að ræða smáforrit sem skiptir húsverkum og huglægu byrðinni af heimilishaldi jafnt milli sambýlinga. 

Í öðru sæti var Hemp Pack sem hlaut að launum 500.000 krónur frá Landsbankanum. Hemp Pack hlaut jafnframt 20 klst ráðgjöf hjá sérfræðingum KPMG, samtalsleit einkaleyfa hjá Hugverkastofu sem og 8 klst ráðgjöf hjá sérfræðingum Össurar. Með því að nýta iðnaðarhamp og örverur ætlar Hemp Pack að framleiða lífplast sem brotnar alveg niður í náttúrunni.

Í þriðja sæti varð síðan Frosti sem hlaut að launum 300.000 krónur frá Landsbankanum og 10 klst ráðgjöf frá sérfræðingum Advel lögmanna. Frosti framleiðir íslenskar skyrflögur. 

170 hugmyndir bárust í keppnina í ár.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK