Apple er langverðmætast vörumerkja

Tim Cook kynnir nýjustu afurð Apple. Hann stýrir því fyrirtæki …
Tim Cook kynnir nýjustu afurð Apple. Hann stýrir því fyrirtæki sem telst verðmætasta vörumerki í heimi. Ljósmynd/AFP

Alþjóðlegi vörumerkjaráðgjafinn Interbrand metur Apple sem fyrr langverðmætasta vörumerki heims. Verðmiðinn er 323 milljarðar dollara, jafnvirði 45 þúsund milljarða króna. Jókst virði vörumerkisins um 38% frá því þegar Interbrand kynnti lista sinn á síðasta ári. Vörumerki vefverslunarrisans Amazon eykst þó hlutfallslega enn meira eða um 60% í 200,7 milljarða dollara, jafnvirði 28 þúsund milljarða króna. Með hinni miklu verðmætaaukningu skaut Amazon hugbúnaðarrisanum Microsoft ref fyrir rass sem vermdi annað sæti listans í fyrra. Eykst virði vörumerkisins Microsoft um 53% og nemur það nú 166 milljörðum dala jafnvirði 23 þúsund milljarða króna.

Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK