Nýtt verkefni fer vel af stað

Helgi Pétur Lárusson og Daði Daníelsson.
Helgi Pétur Lárusson og Daði Daníelsson.

Hönnunar- og markaðsstofan Chili er að fara af stað með verkefni er snýr að því að aðstoða fyrirtæki við miðlun á umhverfisstefnu og öðru er viðkemur umhverfismálum. Þannig bindur stofan vonir við að hægt verði að mæta sístækkandi hópi viðskiptavina sem óska eftir umræddri þjónustu. 

„Ein helsta ástæðan fyrir því að við fórum af stað með þetta verkefni er að við fundum fyrir því að fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög eru að verða fyrir meiri pressu frá samfélaginu í öllu er viðkemur umhverfis- og loftlagsmálum,“ segir Daði Daníelsson, verkefnastjóri Chili, og bætir við að ljóst sé að mikil vakning hafi orðið í samfélaginu. 

Að hans sögn hefur verkefnið farið vel af stað. „Viðtökurnar hafa verið jákvæðar. Flestir eru meðvitaðir um þessi mál og mikilvægi þeirra, en því miður hafa þau setið á hakanum eða verið aftarlega í goggunarröðinni hjá mörgum. Sumir eru síðan komnir langt með sín mál og eru mjög meðvitaðir um þetta, sem okkur þykir frábært,“ segir Daði sem bindur vonir við að fleiri fyrirtæki feti þessa braut.

Landslagsmynd.
Landslagsmynd. Ljósmynd/Gunnar Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK