KPMG kaupir ráðgjafarfyrirtæki

KPMG.
KPMG. mbl.is/Ófeigur

KPMG hefur gengið frá kaupum á ráðgjafarfyrirtækinu CIRCULAR Solutions. Síðarnefnda fyrirtækið sérhæfir sig í þjónustu á sviði sjálfbærni og sjálfbærra fjármála. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Að því er fram kemur í tilkynningunni er hefur KPMG byggt upp öflugt teymi og sérþekkingu til að aðstoða viðskiptavini við verkefni er viðkoma sjálfbærni. Er samstarfið við CIRCULAR Solutions hluti af því. 

„Aukin áhersla á sjálfbærni í starfsemi og stefnumörkun felur í sér mikil tækifæri fyrir atvinnulífið og þau fyrirtæki sem gera það með skipulögðum og markvissum hætti eru líklegri til að ná árangri á komandi árum og áratugum.

Sá hópur viðskiptavina sem vill laga stefnu sína og starfsemi að málefnum sem tengjast sjálfbærni fer ört vaxandi og KPMG hefur lagt áherslu á að vera í fararbroddi í ráðgjöf á því sviði. Við erum hæstánægð að fá CIRCULAR til liðs við okkur því saman verðum við í enn betri stöðu til að veita framúrskarandi þjónustu,“ segir Helga Harðardóttir, meðeigandi hjá KPMG.

 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK