Engar uppsagnir en starfsfólki fækkar

Úr verksmiðju Michelin.
Úr verksmiðju Michelin. AFP

Franski dekkjaframleiðandinn Michelin greindi frá því fyrr í dag að fyrirtækið hyggist fækka starfsmönnum um 2.300 á næstu þremur árum. Með þessu vonar framleiðandinn að fram náist kostnaðarhagræðing og einföldun. 

Þrátt fyrir talsverða fækkun starfsfólks verður ekki farið í neinar uppsagnir. Þá verður engum verksmiðjum heldur lokað. Í stað þess að segja upp fólki mun fyrirtækið ekki ráða inn nýtt fólk þegar aðrir starfsmenn láta af störfum. Allt að 60% fækkunarinnar verður hægt að rekja til fólks sem hyggst setjast í helgan stein.

Samtals er um að ræða fækkun starfa sem nemur um 2% af núverandi starfsfólki Michelin um heim allan. Í tilkynningu félagsins segir að það hafi orðið illa úti í heimsfaraldri kórónuveiru. 

„Planið byggir á samvinnu og samstarfi innan félagsins. Við munum útbúa þriggja ára áætlun sem inniheldur engar uppsagnir. Þá bendir ekkert til þess að við munum loka verksmiðjum,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK