Rétti tíminn til að ráðast í meiri framkvæmdir er núna

Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins.
Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins.

Mikil uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir er víða hér á landi og í ljósi áhrifa af kórónuveirufaraldrinum er rétti tíminn til að ráðast í enn meiri framkvæmdir núna. Þetta kom fram í máli Árna Sigurjónssonar, formanns Samtaka iðnaðarins, í setningarávarpi hans á Útboðsþingi í morgun.

Sagði Árni að opinberar framkvæmdir sem hugsaðar væru til innviðauppbyggingar myndu þannig skapa viðspyrnu á þessum tímum til framtíðar.

Samkvæmt samantekt samtakanna áforma opinberir aðilar, sem kynntu verklegar framkvæmdir sínar á árinu, að fjárfesta fyrir um 139 milljarða á árinu. Sagði Árni að mörg verkefni væru þegar fullhönnuð og biðu þess bara að vera sett í gang.

Árni var jákvæður fyrir orðum Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórarráðherra, um framgang innviðafjárfestinga með aðkomu einkafjárfesta. Sagði Árni þetta opna fyrir aðkomu t.d. lífeyrissjóða og að gott væri fyrir sjóðina að koma fjármunum sem liggja á lágvaxtareikningum í notkun til að fjármagna innviði og fá þannig betri ávöxtun.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK