Sárabætur fyrir Lucky Charms?

Samheitamorgunkorn er komið í hillur matvöruverslana í stað hins hefðbundna …
Samheitamorgunkorn er komið í hillur matvöruverslana í stað hins hefðbundna Lucky Charms, sem hefur verið ófáanlegt um hríð. mbl.is/Snorri Másson

Morgunkornið Lucky Charms hefur ekki verið fáanlegt í verslunum á Íslandi svo mánuðum skiptir. Nú er Bónus farinn að selja bandaríska morgunkornið Marshmallow Mateys, að því er virðist í sárabætur fyrir skortinn á Lucky Charms.

Ekki er að sjá að munur sé á uppskriftinni á milli tegundanna, heldur er í báðum pökkum um að ræða heilkornamorgunkorn í ætt við Cheerio’s, með sykurgljáa og í bland við litríka og fjölbreytta sykurpúða. Hver sykurpúði táknar ákveðinn lukkugrip, hvort sem það er regnbogi eða fjögurra laufa smári.

Tilkoma nýs samheitamorgunkorns kann ekki góðri lukku að stýra um framhald Lucky Charms á Íslandi. Í Morgunblaðinu í desember sagði markaðsstjóri innflytjandans að vera kynni að morgunkornið verði einfaldlega ekki fáanlegt á landinu í bráð. Framleiðandinn ber fyrir sig skakkaföll af völdum kórónuveirunnar.

Lucky Charms hefur selst vel á Íslandi í samfleytt rúm 20 ár og var fyrst flutt til landsins töluvert fyrr, þó í minna mæli. Það virðist hafa kvatt sviðið um sinn og þá er spurning hvort staðgönguefni þess, Marshmallow Mateys, standi undir nafni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK