Landsvirkjun hagnast um 10 milljarða

Hagnaður Landsvirkjunar minnkar enda dróst spurn eftir raforku saman.
Hagnaður Landsvirkjunar minnkar enda dróst spurn eftir raforku saman. mbl.is

Hagnaður Landsvirkjunar á síðasta ári nam 78,6 milljónum bandaríkjadala (um 10,0 ma.kr.). Lækkaði hann um 32% frá árinu áður, mælt í dölum en fyrirtækið gerir upp í þeim gjaldmiðli. Þetta kemur fram í ársuppgjöri Landsvirkjunar. Uppgjörið er endurskoðað að fullu. Nam arðsemi eigin fjár því 3,5%, en var 5,3% árið áður.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu er haft eftir Herði Arnarsyni forstjóra að rekstur og afkoma hafi óhjákvæmilega litast af áhrifum heimsfaraldurs. „Viðskiptavinir okkar drógu margir úr framleiðslu vegna minnkandi eftirspurnar og lækkandi afurðaverðs, auk þess sem orkuverð lækkaði mjög á mörkuðum, þótt sú þróun hafi að nokkru gengið til baka síðla árs.“

Leggja til 6,4 milljarða arð til ríkisins

Rekstrartekjur Landsvirkjunar námu 453,5 milljónum dala (57,6 ma.kr.) og lækkuðu um 11% milli ára. Þar af voru tekjur af raforkusölu 354,9 milljónir dala (45,4 ma.kr.) en þær drógust saman um 13% frá árinu áður.

Þrátt fyrir það tókst fyrirtækinu að lækka skuldir milli ára, en nettóskuldir nema nú 1,68 milljörðum dala (215 ma.kr.). Þá eykst eiginfjárhlutfall fyrirtækisins og er nú 51,4%. Eiginfjárhlutfallið fór í fyrra yfir 50% í fyrsta sinn í 55 ára sögu fyrirtækisins.

Fram kemur í ársreikningi að stjórn félagsins fyrirhugi að leggja til arðgreiðslu upp á 50 milljónir dala (6,4 ma.kr.). Landsvirkjun er að fullu í eigu íslenska ríkisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK