Miklar hækkanir á hlutabréfamarkaði

Nasdaq Iceland.
Nasdaq Iceland. Ljósmynd/Aðsend

Mikið líf hefur verið á íslenskum hlutabréfamarkaði á síðustu mánuðum og verðhækkanir verið miklar. Frá áramótum hefur OMXI10-vísitalan hækkað um rúmlega 18% en það er mikil hækkun á svo skömmum tíma.

Frá því markaðurinn náði lágmarki í mars á síðasta ári hefur hann hækkað um tæplega 91%. Viðskipti á markaðnum hafa einnig aukist mikið á síðustu misserum og var desember metmánuður í fjölda viðskipta en þá voru hlutabréfaviðskipti tæplega 9.500, að því er kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

OMXI10-vísitalan, sem samanstendur af 10 stærstu félögunum í Kauphöllinni mælt í markaðsvirði, fór yfir 3.000 stig 18. febrúar í fyrsta skiptið. 

Verðhækkanir á hlutabréfum Marels hafa leitt hækkun vísitölunnar en félagið hefur hækkað um 18,5% frá áramótum. Markaðsvirði félagsins er um 703 milljarðar króna en til samanburðar er heildarvirði félaganna 10 í vísitölunni um 1.337 milljarðar króna. Vægi Marels í vísitölunni er því um 53% og því hafa allar breytingar á hlutabréfaverði Marels mikil áhrif á þróun vísitölunnar.

Annað stórt félag á markaðnum er Arion banki en markaðsvirði hans er 215 milljarðar króna og vegur bankinn um 16% í vísitölunni. Saman standa þessi tvö félög því á bak við um 69% vísitölunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK