Ýlfa til liðs við Kaupstað

Ýlfa Proppé Einarsdóttir.
Ýlfa Proppé Einarsdóttir.

Kaupstaður fasteignasala hefur ráðið Ýlfu Proppé Einarsdóttur sem sérfræðing varðandi lántöku til kaupenda fasteigna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Ýlfa er vottaður fjármálaráðgjafi frá samtökum fjármálafyrirtækja (SSF). Ýlfa starfaði áður hjá Íslandsbanka sem yfirmaður einstaklingssviðs í útibúi bankans á Höfðabakka. Ýlfa starfaði þar áður hjá BYR, þar sem hún var þjónustustjóri og síðar útibússtjóri, og hjá SPRON, þar sem hún var m.a. þjónustustjóri.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK