Hrun í bréfasendingum hjá Póstinum

Íslandspóstur stendur frammi fyrir miklu umróti á póstmarkaði.
Íslandspóstur stendur frammi fyrir miklu umróti á póstmarkaði. mbl.is/Hari

Áætlað er að fjöldi bréfa undir 50 gr. hjá Íslandspósti (ÍSP) verði um tíu milljónir í ár eða ríflega helmingi færri en árið 2017. Að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra PFS, liggja tölur um fjölda pakkasendinga hjá Póstinum ekki fyrir til birtingar að svo stöddu.

Gera megi ráð fyrir að ÍSP muni birta þær í ársreikningi félagsins en aðalfundur fer fram á föstudag.

Fækkunin skapar fjárþörf

Fækkun bréfa á þátt í fjárþörf sem fjallað er um í skýrslum PFS sem eftirlitsaðila með alþjónustu ÍSP. Þá meðal annars í ákvörðun nr. 1/2021 varðandi umsókn ÍSP um framlag vegna alþjónustubyrði. Niðurstaðan var að íslenska ríkið skyldi, samkvæmt póstlögum, greiða Póstinum 509 milljónir vegna kostnaðar við alþjónustu árið 2020.

Af því tilefni sagði Hrafnkell við Morgunblaðið í síðustu viku að hugsanlegt væri að stofnunin myndi árlega þurfa að meta óhagræði Íslandspósts vegna alþjónustubyrði og ákvarða framlagið út frá því. Þá að því gefnu að regluverkinu eða tilhögun alþjónustutilnefningar verði ekki að öðru leyti breytt.

Sé hvati til hagræðingar

Með áðurnefndri ákvörðun PFS, nr. 1/2021, var tekin afstaða til umsóknar Póstsins um framlag vegna alþjónustu. Þ.m.t. dreifingar bréfa upp að tveimur kílóum.

Í áðurnefndri ákvörðun PFS segir að fyrirsjáanlegt sé að bréfum muni halda áfram að fækka á næstu árum.

Afleiðingin sé meðal annars sú að sjálfbærni þjónustunnar eigi „sífellt meira undir högg að sækja með minnkandi bréfamagni í dreifingarkerfi fyrirtækisins, sem eykur óhagræði kerfisins í heild. Ekki er líklegt að fyrirtækið geti mætt þessu tekjutapi með frekari hækkun á gjaldskrá fyrir almennan bréfapóst,“ sagði orðrétt í ákvörðuninni.

Spurður hvaða áhrif þessi þróun hafi á fjárþörf Íslandspósts segir Hrafnkell að „ef ekkert er að gert muni það væntanlega auka fjárþörf fyrirtækisins, að því er varðar hreinan kostnað fyrirtækisins, þegar kemur að dreifingu á bréfum, á óvirkum markaðssvæðum“.

Fréttina má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK