Telur að ekki þurfi að draga á lánalínur

Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group, segir það metnaðarmál stjórnenda fyrirtækisins að ekki þurfi að draga á lánalínur sem ríkið veitti félaginu í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu þess á síðasta ári.

Spurður hvort félagið hafi skýra mynd af þeim skurðpunkti hvenær félagið hættir að brenna peningum og fer í þess stað að skila hagnaði segir Úlfar að fylgst sé með þróun þeirra mála frá degi til dags. Enn gangi áætlanir út á að félagið muni skila tapi á yfirstandandi rekstrarári þótt ekki verði það í neinni líkingu við síðasta ár.

„Síðan eru hlutir sem hafa verið að skila peningum sem ekki var gert ráð fyrir. Fraktin hefur komið rosalega vel út […] þegar við fáum traffíkina inn sem ég held að muni gerast seinni partinn í júní og byrjun júlí þá held ég að við förum að sjá töluvert mikið meira. Ef það gengur eftir eins og við sjáum það fyrir okkur þá held ég að við þurfum ekki að draga á lánalínuna.“

Úlfar er gestur Stefáns Einars Stefánssonar í Dagmálum.

Þátturinn er opinn öll­um áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má nálg­ast þá á mbl.is.

Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK