„Svona tala embættismenn ekki“

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri viðurkennir að hann hafi orðið fyrir gagnrýni innan opinbera kerfisins í kjölfar þess að hann steig fram við upphaf veirufaraldursins og tók að búa almenning undir að mikið efnahagslegt högg væri í vændum.

„Það sem ég heyrði alltaf þegar ég var að byrja á þessu, var að svona tala embættismenn ekki, svona talar fólk ekki, var það sem ég heyrði. Ég man vel eftir krísunni 2008 þótt það sé ekki sambærileg krísa að einhverju leyti,“ segir Ásgeir í viðtali í Dagmálum.

Hann segir að ákveðið hafi verið að taka stýrivexti skarpt niður og dæla lausu fé út í hagkerfið til þess að smyrja hjól atvinnulífsins.

Vaxtamuninum kippt úr sambandi

Bendir hann á að Seðlabankinn hafi verið meðvitaður um að með hinni drastísku vaxtalækkun hafi viðvarandi vaxtamuni milli Íslands og nágrannaríkjanna verið kippt úr sambandi en hann hafi um langt skeið stutt við gengi íslensku krónunnar. Þannig hafi verið tekið meðvituð ákvörðun um að grípa til aðgerða sem vitað var að myndi leiða til höggs á krónuna.

„Þess vegna meðal annars fór ég og samdi við lífeyrissjóðina um að halda að sér höndum. Það var ekki endilega aðallega vegna þess að lífeyrissjóðirnir væru endilega svo mikið vandamál því ég treysti alveg stærstu sjóðunum til að taka þjóðhagslega ábyrgð. Ég taldi bara mikilvægt fyrir aðra inni í kerfinu að þeir sæju að lílfeyrissjóðirnir ætluðu ekki að fara og að þeir yrðu sjálfir ekki órólegir.“

Ásgeir Jóns­son er gest­ur Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í Dag­mál­um.

Þátt­ur­inn er op­inn öll­um áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má nálg­ast þá á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK