Beint: „Hvað gerir 100 ára frumkvöðull næst?“

Bjarni Bjarnason forstjóri OR.
Bjarni Bjarnason forstjóri OR. Ljósmynd/Aðsend

Ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur fer fram klukkan 14:00 í dag. Yfirskrift fundarins er „Hvað gerir 100 ára frumkvöðull næst?“, en elsti hluti starfsemi fyrirtækisins, vatnsveitan, var stofnuð árið 1909.

Fundurinn verður tvískiptur. Í fyrri hlutanum verða ávörp frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Brynhildi Davíðsdóttur, stjórnarformanni OR. Þá mun Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, fara yfir síðasta ár og segja frá verkefni tengdu Carbfix kolefnisförguninni.

Í síðari hluta hans mun Bergur Ebbi Benediktsson stjórna umræðum um yfirskrift fundarins.Þar verður horft til framtíðar og því velt upp hvernig frumkvöðlastarf OR síðustu 100 ára nýtist við áskoranir framtíðarinnar.

Dagskrá fyrri hluta fundar:

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður OR
Bjarni Bjarnason forstjóri OR

Fundarstýra: Ásdís Eir Símonardóttir

Dagskrá seinni hluta fundar:

Umræðustjóri: Bergur Ebbi Benediktsson

Pallborð
Bjarni Bjarnason, OR
Berglind Rán Ólafsdóttir, ON
Edda Sif Pind Aradóttir, Carbfix
Gestur Pétursson, Veitur
Erling Freyr Guðmundsson, Ljósleiðarinn

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK