Hagnaður hjá Spotify — 158 milljónir áskrifenda

Hagnaður Spotify nam um 3,5 milljörðum króna.
Hagnaður Spotify nam um 3,5 milljörðum króna. AFP

Sænska streymisveitan Spotify skilaði hagnaði á fyrsta ársfjórðungi, en slíkt hefur verið sjaldgæft þar á bæ.  

Hagnaðurinn nam 23 milljónum evra, eða um 3,5 milljörðum króna. Tekjurnar jukust um 16% á milli ára og fóru í 2,15 milljarða evra, að því er kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins.

Í lok mars voru mánaðarlegir notendur Spotify 365 milljónir, auk þess sem notendum sem greiða áskrift fjölgaði um 21% og þeir orðnir 158 milljónir talsins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK