Hrauney bar sigur úr býtum

Hrauney ásamt kennurum.
Hrauney ásamt kennurum. Ljósmynd/Aðsend

Fyrirtækið Hrauney frá Verslunarskóla Íslands var valið fyrirtæki ársins 2021 í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi í gær.

Hrauney kemur því til með að keppa fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni ungra frumkvöðla sem fer fram í Vilníus í Litháen í júlí. Keppnin verður rétt eins og í fyrra haldin sem fjarkeppni þar sem ekki er hægt að halda hana á hefðbundinn hátt vegna faraldursins.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra veitir Hrauney verðlaun fyrir …
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra veitir Hrauney verðlaun fyrir fyrsta sætið. Ljósmynd/Aðsend

Segir á vefsíðu Hrauneyjar að að baki fyrirtækinu standi 6 stelpur úr Verzlunarskóla Íslands en fyrirtækið var upprunalega partur af frumkvöðlaverkefni skólans. Þá segir jafnframt að fyrirtækið framleiði stílhreina reykelsisstanda úr 100% íslensku hrauni.

Fyrirtækið MARÍ•GULL frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ hreppti annað sæti og Stund frá Borgarholtsskóla sem hreppti þriðja sætið. Auk þess veitti Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra fjölmörg verðlaun í öðrum flokkum að því er segir í tilkynningu.

Alls voru 30 fyrirtæki úr 15 framhaldsskólum valin úr hópi 126 fyrirtækja til að taka þátt í úrslitum Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla 2021. Fyrirtækin 126 má sjá á vefsíðu JA Iceland.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK