Perla hættir hjá Landsbankanum

Perla Ösp Ásgeirsdóttir hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra áhættustýringar Landsbankans síðustu …
Perla Ösp Ásgeirsdóttir hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra áhættustýringar Landsbankans síðustu ellefu ár. Hún hefur nú sagt upp starfi sínu og látið af störfum. Ljósmynd/Landsbankinn

Perla Ösp Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri áhættustýringar Landsbankans, hefur sagt starfi sínu hjá bankanum lausu og hefur látið af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallarinnar.  

Perla hefur verið framkvæmdastjóri áhættustýringar frá árinu 2010 og hafði meðal annars yfirsjón með innleiðingu á rauntíma upplýsingagjöf um áhættu í allri starfsemi bankans.

Í tilkynningunni þakkar Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Perlu fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK